Á fimmtudögum sinnir ritstjórinn dagskrárgerð í þágu þjóðar (fréttir vikunnar eru á föstudögum) og getur því ekki staðið í stórræðum á ritvellinum. Ef til vill reynist það gott mynstur að nota þennan dag til að benda á eitthvað annað gott að hlusta á eða lesa.
Að neðan er viðtal, eitt af mörgum góðum, við hinn merka fjárfesti og tæknifrömuð Marc Andreessen, sem stofnaði NetScape á sínum tíma, seldi það og fór svo út í mjög vel heppnaðar fjárfestingar á sviði tækninnar.
Nú um mundir leggur hann áherslu á ýmsa nýja tækni á vegum a16z fjárfestahóps síns, einkum á rafmyntir og bálkakeðjutækni. Í því sambandi má benda á að Andreessen er fjárfestir í nýju rafmyntaverkefni hins íslenska CCP.
Þrátt fyrir annir á því sviði, er samt eins og fjárfestingar og slíkar pælingar taki ekki upp mikinn tíma hjá Andreessen og þungir þankar um gang heimsins njóti óskiptrar athygli hans, af því að hann er furðulega vel lesinn og verseraður í öllu sem teljast má mikilvæg umfjöllun um veröldina.
Hér er viðtal við hann hjá Erik Torenberg í Upstream: