Elsku vinir!
Að baki eru einar bestu og brjáluðustu vikur lífs míns í glænýju hlutverki við að sannfæra kjósendur um að koma mér inn á Alþingi. Ég hef farið út um allt, talað við þúsundir manna og áhuginn á því sem við höfum fram að færa er botnlaus.
Raunar hef ég oft komið heim að kveldi til konu minnar, sem gengur með okkar þriðja barn, og rétt henni síma minn og beðið hana að hjálpa mér að vinsa úr skilaboðunum. Án Miðflokksmaddömmunnar, eins og hún er nú kölluð, væri öll spilaborgin löngu hrunin.
Þið þekkið mig. Ef þið eruð ánægð með eitthvað af því sem ég hef verið að gera á undanförnum árum og viljið leyfa mér að taka þetta á næsta stig, þá þarf ég á ykkar atkvæði að halda. Ég er í Reykjavík suður en hvar sem þið eruð á landinu bið ég ykkur að setja X við M.
Það væri heiður lífs míns að fá að þjóna landi og þjóð inni á Alþingi og nú getum við raunverulega látið það gerast. Ég lofa stanslausu fjöri ef ég kemst alla leið.
Kannski er nýr veislukafli í sögu þjóðar að hefjast núna í dag.
En það gerist ekki án þíns stuðnings. Tækifærið er núna.
Discussion about this post
No posts
X-M
By choosing to join XM, you are tacitly suporting tax evasion and bigotry.
Or do you somehow square that circle by condemning the behavior of Sigmundur Davíð whilst simultaneously suporting him as party leader? 🤔