Allir íbúar Svíþjóðar skulu búa sig undir stríð
Sænsk hermálayfirvöld eru ekkert að grínast. Hvernig verður daglegt líf?
Það er dagamunur hjá flestum karlmönnum á herskyldualdri hvort þeir vilja líta svo á að a) allt sé að fara til fjandans og að stríð sé í vændum, eða b) hvort óvissan hafi oft verið svipuð í heimsmálunum og að hingað til hafi ekki komið til stríðs nýlega.
Æðsti yfirmaður sænska hersins, Michael Bydén, er greinilega í a-skapi þessa dagana.
Hans skilaboð eru skýr: „Allir Svíar þurfa að vera tilbúnir í stríð.“
Hershöfðinginn var til viðtals hjá TV4, þar sem hann sagði skýrt að komið geti til stríðs í Svíþjóð og að allir íbúar þurfi að byrja að búa sig undir það, til að efla viðnámsþrótt þjóðarinnar ef svo fer.
Á sömu nótum talar varnarmálaráðherra Svía, sem tekur undir að möguleikinn á stríði sé sannarlega fyrir hendi og að allir þurfi að leggjast á eitt til að undirbúa landið.
Ástæða þessara ummæla er alls staðar í miðlunum sögð vera árás Rússa á Úkraínu, sem er sögð til marks um að Rússar séu ekki ólíklegir til svipaðra aðgerða gegn öðrum ríkjum.
Hvernig verður daglegt líf á stríðstímum?
Keep reading with a 7-day free trial
Subscribe to Snorri Másson ritstjóri to keep reading this post and get 7 days of free access to the full post archives.