Snorri Másson ritstjóri

Snorri Másson ritstjóri

Allir íbúar Svíþjóðar skulu búa sig undir stríð

Sænsk hermálayfirvöld eru ekkert að grínast. Hvernig verður daglegt líf?

Snorri Másson's avatar
Snorri Másson
Jan 08, 2024
∙ Paid
Upgrade to paid to play voiceover
Búa sig undir stríð? Það er hálfsúrrealískt fyrir okkur sem ölumst upp á sögulegum friðartímum að sjá marktækt fólk lýsa geigvænlegum horfum heimsmála af mestu stillingu. (Mynd: Kristoffer Olofsson/Swedish Armed Forces)

Það er dagamunur hjá flestum karlmönnum á herskyldualdri hvort þeir vilja líta svo á að a) allt sé að fara til fjandans og að stríð sé í vændum, eða b) hvort óvissan hafi oft verið svipuð í heimsmálunum og að hingað til hafi ekki komið til stríðs nýlega.

Æðsti yfirmaður sænska hersins, Michael Bydén, er greinilega í a-skapi þessa dagana.

Hans skilaboð eru skýr: „Allir Svíar þurfa að vera tilbúnir í stríð.“

Michael Bydén yfirhershöfðingi Svía segir að ef til stríðs komi sé þróttmikið og harðgert samfélag lykilatriði.

Hershöfðinginn var til viðtals hjá TV4, þar sem hann sagði skýrt að komið geti til stríðs í Svíþjóð og að allir íbúar þurfi að byrja að búa sig undir það, til að efla viðnámsþrótt þjóðarinnar ef svo fer.

Á sömu nótum talar varnarmálaráðherra Svía, sem tekur undir að möguleikinn á stríði sé sannarlega fyrir hendi og að allir þurfi að leggjast á eitt til að undirbúa landið.

Ástæða þessara ummæla er alls staðar í miðlunum sögð vera árás Rússa á Úkraínu, sem er sögð til marks um að Rússar séu ekki ólíklegir til svipaðra aðgerða gegn öðrum ríkjum.

Hvernig verður daglegt líf á stríðstímum?

User's avatar

Continue reading this post for free, courtesy of Snorri Másson.

Or purchase a paid subscription.
© 2026 Snorri Másson · Privacy ∙ Terms ∙ Collection notice
Start your SubstackGet the app
Substack is the home for great culture