Þarna erum við bara ekki að standa okkur
Það er auðvitað tímabært að ríkið styðji frekar frjósemi en ófrjósemi. En meira þarf til
Eins og stendur niðurgreiða íslensk stjórnvöld herraklippingar, en ekki tæknifrjóvganir að neinu ráði. Við erum sem sagt að borga fólki fyrir að hætta að eignast börn en ekki fyrir að reyna að eignast börn.
Sú staða er að mati ritstjórans lýsandi fyrir raunverulega afstöðu stjórnvalda til barneigna, að þær séu í raun ómikilvægar og að það sé ekki ástæða til að hvetja sérstaklega til þeirra.
Nýlega var vísað til þess í fréttum vikunnar sem sá ágæti miðill Hluthafinn benti réttilega á, að frjósemisvandinn á Íslandi fari versnandi, ekki skánandi.
Hjá Hluthafanum er bent á að enn sem komið er hafi enginn íslenskur stjórnmálaflokkur sett málið á oddinn. Þótt flokkar mæli fyrir aðgerðum sem gætu spornað við þróuninni er aukin frjósemi aldrei yfirlýst markmið aðgerðanna.
Þegar ég rakst á Hildi Sverrisdóttur þingmann Sjálfstæðisflokksins á kaffihúsi í sumar, þar sem við vorum bæði með sitthvort nýfædda barnið, lýsti ég þeirri skoðun minni að allar aðstæður foreldra á Íslandi væru ófullnægjandi og ekki til þess fallnar að hvetja til barneigna.
Keep reading with a 7-day free trial
Subscribe to Snorri Másson ritstjóri to keep reading this post and get 7 days of free access to the full post archives.