„Auðvitað förum við ekki að lögfesta önnur tungumál“ segir ráðherra
Umræður á Alþingi í dag um stöðu ensku og pólsku.
Af vef RÚV:
„Auðvitað förum við ekki að lögfesta önnur tungumál“
Hvorki stendur til að lögfesta ensku eða pólsku við hlið íslensku né fá stofnanir til að hætta notkun þeirra, segir menningarráðherra. Þingmaður Miðflokksins sagði að berjast þyrfti gegn núverandi þróun.
Snorri Másson skrifar: Í ljósi útbreiddrar notkunar opinberra aðila á ensku og pólsku í samskiptum við íbúa landsins, er ekki úr vegi að spyrja á hvaða tímapunkti teljist eðlilegt að lögfesta stöðu þessara tungumála sem opinberra mála til hliðar við íslensku.
Sjálfur væri ég mótfallinn slíkum breytingum og ég fagna því að menningarmálaráðherra sé á sama máli, eins og hann greindi frá í svari við fyrirspurn minni á Alþingi.
Í ljósi svarsins spurði ég ráðherra hvort hann vildi þá nota tækifærið til að miðla því til allra opinberra aðila að forðast notkun útlensku í samskiptum við borgara í lengstu lög.
En það var ekki: „Ég tel að það, að miðla texta á ensku og pólsku, geti auðveldað inngildingu í samfélaginu,“ sagði ráðherra.
Þar er ég ósammála og er það efni í aðra umræðu.
Hér að neðan eru útklippt brot úr umræðunum á Alþingi í dag.