Bjarni sjálfur hefur brugðist
Okkur leyfist sem betur fer að tjá okkur um útlendingamál, en það er grátlegt að formaður Sjálfstæðisflokksins reyni að saka „þingið“ um að bregðast
Stjórnvöld deildu í síðustu viku með okkur tölfræði um málefni hælisleitenda hér á landi á árinu 2022, fyrir utan Úkraínuflóttamenn, þar sem sjá má að Íslendingar samþykktu næstum þrettánfalt fleiri umsóknir um alþjóðlega vernd á því ári en Danir og Norðmenn.
Ritstjórinn deildi þessu á X og benti á að þetta væri merkileg tölfræði, maður vissi ekki af þessu; þrettánfalt fleiri hér en í Danmörku og Noregi og tæplega tífalt fleiri en í Svíþjóð.
Eins og búast mátti við brugðust sumir illa við þessari færslu minni, það eru blammeringar og hártoganir í ýmsum myndum, en skilaboðin eru í grunninn alltaf þau sömu: Ekki tala um útlendingamál ef þú ætlar ekki að tjá þig nákvæmlega eins og við erum tilbúin að leyfa þér að tjá þig.
Það er ástæða til að leiða þessi skilaboð hjá sér: Í fyrsta lagi er það einfaldlega afar markvert að munurinn á fjölda hælisveitinga sé svona gífurlega mikill á okkur og öðrum Norðurlöndum, þótt ekki sé nema bara á þessu eina ári 2022.
Í öðru lagi, og mér þykir leitt að hryggja umrædda álitsgjafa með þeim tíðindum: Fólk hefur í okkar frjálsa samfélagi heilagan rétt til að segja sína skoðun á málefnum útlendinga, rétt eins og öllum öðrum málefnum.
Keep reading with a 7-day free trial
Subscribe to Snorri Másson ritstjóri to keep reading this post and get 7 days of free access to the full post archives.