Dóri DNA hugleiðir í alvöru forsetaframboð
Dóri DNA er ekki að grínast með forsetaframboð, samkvæmt áreiðanlegum upplýsingum ritstjórans. Við þurfum forseta sem vill vekja ljón í stað þess að leiða lömb
Guðni Th. Jóhannesson forseti vor kom flestum að óvörum á nýársmorgun þegar hann tilkynnti um að hann hygðist ekki bjóða sig fram til áframhaldandi setu, ósköp einfaldlega vegna þess að hann nennir þessu ekki lengur.
Þar með er átta ára forsetatíð sagnfræðingsins senn á enda og sviðið hefur verið rutt fyrir arftaka hans í stólnum. Það er augljóslega nokkuð spennandi, af því að forsetakosningar þvinga Íslendinga til þess að tjá sig um það hvernig þjóð þeir vilja vera.
Halldór Laxness Halldórsson þúsundþjalasmiður og ákveðin þjóðargersemi, svona þegar maður hugsar út í það, lofaði því á X að bjóða sig fram til forseta ef hann fengi nægilega mörg læk á tístið, sem hann fékk.
Dæmið hljómar eins og grín og Dóri DNA er kaldhæðinn maður. En ekki aðeins fylgir öllu gamni alvara, heldur byrjar öll alvara með gamni. Áreiðanlegar upplýsingar ritstjóra herma að nokkur alvara sé í hugleiðingum Halldórs um að bjóða sig raunverulega fram.
Ég hringdi í Dóra. Til þess að gera mig ekki að fífli, gekk ég út frá því að vangaveltur hans væru 99,9% grín, en ég spurði þá hvort eftirstandandi 0,1 prósent væru þá alvara.
„Þetta byrjaði sem grín, en núna er þetta, já. Konunni minni finnst þetta alla vega ekki fyndið,“ sagði Dóri.
Hann hélt áfram: „Segðu bara að ég liggi undir feldi.“
Dóri bætti því við að það væru margir trúðar þarna úti og sagðist svo þurfa að halda áfram í Diablo IV í Playstation 5.
En Katrín Jakobsdóttir?
Keep reading with a 7-day free trial
Subscribe to Snorri Másson ritstjóri to keep reading this post and get 7 days of free access to the full post archives.