Fréttir vikunnar: Afsögn, ófyndin ræða og ritskoðun
Hvenær hættu stjórnmálamenn að vera alla vega smá fyndnir?
Kæru vinir ritstjórans, fréttir vikunnar rata nú á vefinn á þriðja föstudeginum í okkar sameiginlegu vegferð.
Helstu umfjöllunarefni þáttarins í dag eru stórundarlegur stólaleikur ríkisstjórnarinnar – og gífurlega óánægjuleg frammistaða hennar á öðrum sviðum. Þá víkjum við að ræðu Áslaugar Örnu frá því í síðustu viku um Svandísi Svavarsdóttur og loks förum við yfir ritskoðunartilburði Evrópusambandsins. Að auki fjöllum við sérstaklega um nýtt „listaverk“ sem nú gnæfir yfir Ingólfstorgi, þar sem sjá má lunda glíma við ísbjörn á meðan þessar nýju landvættir Íslendinga baða sig í norðurljósum.
Á meðan ég vinn þetta allt sjálfur hef ég fundið að takturinn á þessari ágætu síðu mun líklega nema um tveimur til þremur góðum greinum yfir vikuna og svo fréttir vikunnar á föstudegi. Ef menn ætla sér meira geta þeir gengið fram af sér. Sumar greinarnar eru aðeins fyrir áskrifendur en aðrar fyrir ykkur öll í tölvupósti. Ég hvet ykkur til að hætta að reyna að spara ykkur skildinginn þegar það kemur að því að bjarga sjálfu lýðræðinu og hefja að borga mér peninga.
Þetta hefur verið sérstaklega viðburðarík fréttavika bæði á veraldarsviðinu og hér heima og eins og endranær fáum við margt af því beint í æð. Það er ekki endilega hollt. Fyrir ykkur sem fáið allt beint í æð, lesið allt strax alltaf, þá lofa ég hér að varpa aðeins nánara ljósi á málin, en fyrir ykkur sem eruð heilbrigð og neytið frétta í hófi, er einmitt þáttur eins og þessi hér, fréttir vikunnar, kjörinn staður til að fá allt sem þið þurfið.
Þátturinn á X:
https://twitter.com/5norri/status/1712739592770670915
Þátturinn á YouTube:
Þátturinn á Spotify:
Það eina fyndna við Áslaugu Örnu er að hún er ekki með háls.
Hér réttlætir ein svaka frjálslynd úr flokki hinna ofsa frjálslyndu að frjálslynd ríki „þurfi“ að banna tiltekna tjáningu:
„Þau [stjórnvöld í Frakklandi og Þýskalandi] hafa auðvitað reynslu af því að átök fyrir botni Miðjarðarhafs og víðar smitist inn til þessara landa. Maður gerir auðvitað ráð fyrir því að þetta séu vel ígrundaðar öryggisákvarðanir sem eru teknar þó það sé auðvitað alvarlegt að það þurfi að hafa afskipti af tjáningarfrelsinu með þessum hætti.“
https://www.visir.is/g/20232474901d/evropu-riki-banna-sam-komur-til-studnings-palestinu-monnum