Fréttir vikunnar: Ekki treysta Vinstri grænum!
Hversu frábær fyrirsögn. Samt smá satt. Í fréttum vikunnar er síðan reyndar ýmislegt annað áhugavert en Vinstri grænir
Kæru vinir, sólin rís í Reykjavík og það er komið að upphafsdegi þessa ágæta miðils. Það fyrsta sem blasir við er flaggskipið sjálft, fréttir vikunnar. Sá þáttur siglir af stað sneisafullur af svívirðingum í allar áttir en líka áríðandi pólitískum skilaboðum á ákveðnum sviðum. Hann verður alltaf í opinni dagskrá.
En ef við ætlum að gera þetta almennilega, þá þarftu að drífa þig í áskrift. Þú færð mikið fyrir peninginn og bætir samfélagið fyrir verð eins bjórs.
Ekki bara vera sjónvarpspúki, heldur hvet ég þig til að renna yfir stefnuyfirlýsinguna sem einnig er opin á forsíðunni, ásamt grein um bjarta framtíð internetsins. Það er Musk-greinin (og hluti þeirrar greinar er fyrir áskrifendur!)
Hér má horfa á þáttinn í heild sinni. Hann er líka á hlaðvarpsveitum, á YouTube og á X.
#1 Fréttir vikunnar: Vafasamir Vinstri grænir og smekkleysi í Reykjavík
Í þessum þætti af fréttum vikunnar fer Snorri Másson ritstjóri yfir helstu fréttir sem nú berja á Íslendingum. Kafað er dýpra í vafasama baráttu Vinstri grænna gegn hatursorðræðu, umfjöllun viðskiptamiðlanna okkar um samkeppnisbrot og húsnæðiskreppu stjórnvalda.
Allir miðlar
Hér er þátturinn á Twitter:
https://twitter.com/5norri/status/1707686994782900302
Hér er þátturinn á YouTube:
Hér er þátturinn á Spotify:
þetta er geðveikt stöff.