Fréttir vikunnar | Ritskoðun í Borgarleikhúsinu, fjölbreytileiki í flugi og sjálfstortíming
Leikhúsmálin, orkumálin, eldgos í Grindavík, forval Repúblikana og ýmislegt fleira í fréttum.
Í fréttum vikunnar er farið yfir meintan wokeisma í aðgerðum almannavarna í Grindavík, stórsigur Donald Trump í forvali Repúblikana, fjölbreytileika á meðal flugvélasmiða Boeing, nýja leiksýningu Borgarleikhússins sem var kennd við Heiðar snyrti áður en nafninu var breytt, sjálfstortímingu Þjóðverja í orkumálum og svo ýmislegt smálegt að sjálfsögðu.
Samstarfsaðilar ritstjórans í fréttum vikunnar eru Reykjavík Foto, Þ. Þorgrímsson og Hringdu.
Það er góðra gjalda vert hjá Drífu að taka málstað brotaþola og hugrakkt bjóða ísköld upp á óvinsældir. Það er hins vegar ósanngjarnt hjá henni að halda fram að mestar áhyggjur fólks beinist að því að kynferðisbrotamenn séu ekki í sviðsljósinu.
Fólk er mas. að kalla eftir því að refsingar sem beitt hefur verið síðustu misserin séu skilgreindar betur. Staða refsenda er t.d. illa skilgreind, hvort og hvernig þeir eru á einhvern hátt frábrugðnir gerendum ofbeldis. Svo hitt, að menn með réttmætan eða ekki gerandastimpil virðast aldrei vera búnir að taka út refsingu sína, sama hvaða helvítisbál þeir fara í gegn um. Ekkert er nógu mikil refsing, og þessi óendanlega heift truflar marga. Drífa og Stígamót virðast kalla eftir að meintir gerendur brenni bara að eilífu. Það er svolítið vafasöm krafa þegar sönnunarbyrðin milli tveggja er eins og hún er, dæmt til að lenda líka á saklausum.
Refsingar utan lagarammans í dag eru handahófskenndar og kaótískar svo vægt sé til orða tekið, og kannski sérstaklega ljótt þegar refsingarnar snúa að kornungum unglingsdrengjum og meint brot þeirra óljós og mögulega engin.
Orkumálayfirvöld eru að undirbúa stkattgreiðendur undir það að íslenska ríkið muni innan skams fara að kaupa "upprunaábyrgðir" af eikaðilum á raforkumarkaði, smávirkjunum og vindtúrbínuþyrpingum, þó svo það sé algjörlea út í hött. Öllu vondu má venjast. Íslenska þjóðin er samsafn af illa upplýstum rolum sem kýs aftur sömu afglapana til setu á Alþingi.