Fréttir vikunnar | Ritskoðun í Borgarleikhúsinu, fjölbreytileiki í flugi og sjálfstortíming
Leikhúsmálin, orkumálin, eldgos í Grindavík, forval Repúblikana og ýmislegt fleira í fréttum.
Í fréttum vikunnar er farið yfir meintan wokeisma í aðgerðum almannavarna í Grindavík, stórsigur Donald Trump í forvali Repúblikana, fjölbreytileika á meðal flugvélasmiða Boeing, nýja leiksýningu Borgarleikhússins sem var kennd við Heiðar snyrti áður en nafninu var breytt, sjálfstortímingu Þjóðverja í orkumálum og svo ýmislegt smálegt að sjálfsögðu.
Samstarfsaðilar ritstjórans í fréttum vikunnar eru Reykjavík Foto, Þ. Þorgrímsson og Hringdu.
Orkumálayfirvöld eru að undirbúa stkattgreiðendur undir það að íslenska ríkið muni innan skams fara að kaupa "upprunaábyrgðir" af eikaðilum á raforkumarkaði, smávirkjunum og vindtúrbínuþyrpingum, þó svo það sé algjörlea út í hött. Öllu vondu má venjast. Íslenska þjóðin er samsafn af illa upplýstum rolum sem kýs aftur sömu afglapana til setu á Alþingi.