Góðar fréttir úr ævisögu illmennis
Gott fólk þráir ritskoðun og leitar hennar þar sem hún er engin
Í nýrri ævisögu hins mikla sagnaritara Walter Isaacson um hinn mjög svo ríka (og mjög svo vonda að mati flestra góðra Íslendinga) Elon Musk kemur greinilega margt fróðlegt fram. Menn eiga eftir að fá bókina í hendurnar en útdrættir hafa birst í fjölmiðlum.
Ekki markverðast en umhugsunarefni þó
Mesta athygli hefur vakið hingað til atburðarás í Úkraínustríðinu, þar sem Musk veigraði sér við að veita Úkraínumönnum aðgang að Starlink-drifnu interneti á Krímskaga í aðdraganda árásar sem þeir hygðust standa fyrir þar. Þarna þykir mörgum Musk hafa fullmikið vald yfir örlögum þjóðríkja með Starlink, sem er rétt.
Maður veltir fyrir sér þessa dagana hve langt Musk getur gengið í að strjúka stjórnvöldum öfugt í Bandaríkjunum áður en þau ná að grípa í taumana. Þetta atvik með Starlink sýnir auðvitað að völd Musk virðast í einhverjum skilningi komin handan þess að hann þurfi að hlýða fyrirmælum frá bandaríska alríkisvaldinu.
Þetta er allt spurning um jafnvægi í hinum tígulega línudans ólígarkans. Það skyldi þó aldrei vanmeta getu alríkisins, þrátt fyrir veikari stöðu en oft áður, til að höfða dómsmál og hefja rannsóknir ef menn fara alveg út af sporinu.
Joe Biden Bandaríkjaforseti var í nóvember 2022 spurður hvort hann teldi Musk ógn við þjóðaröryggi í tengslum við kaup hans á Twitter: „Ég held að samstarf Musk eða tæknileg sambönd hans við önnur ríki séu eitthvað sem ætti að skoða. Hvort hann sé að gera eitthvað óviðeigandi, ég er ekki að gefa það í skyn. En ég er að benda á að það er eitthvað sem er þess virði að skoða.“
Að „skoða“ menn getur auðvitað þýtt að granda fyrirtækjum þeirra. Um allt slíkt er greinilega of snemmt að fullyrða. Og kannski er of seint að aðhafast.
Á svipuðum nótum taldi ég það alltaf tímaspursmál hvenær skrúfað yrði fyrir Tucker Carlson sjónvarpsmann á Fox vegna ákafs málflutnings hans gegn ríkjandi utanríkisstefnu Bandaríkjanna í vinsælasta fréttaþætti þjóðarinnar. Það kom auðvitað að því. Nú eru hann og Musk komnir í eina sæng á X. Guð einn veit hvar þetta endar.
Markverðast, að mati ritstjórans
Hér var minnst á X og þar kemur að því sem ritstjóranum þykir sannarlega markverðast í nýrri ævisögu Musk. Það er umfjöllun um áform hans um stofnun nýs samfélagsmiðils, þótt ekki hafi orðið af þeim áformum. Ákvörðunin um að kaupa Twitter varð ofan á í staðinn.
En áform eru áform og þau geta veitt okkur innsýn í framtíðina. Nýi samfélagsmiðillinn sem Musk hugleiddi að stofna átti nefnilega…
Keep reading with a 7-day free trial
Subscribe to Snorri Másson ritstjóri to keep reading this post and get 7 days of free access to the full post archives.