Snorri Másson ritstjóri

Snorri Másson ritstjóri

Share this post

Snorri Másson ritstjóri
Snorri Másson ritstjóri
Hin rammíslenska barátta gegn vókisma
Copy link
Facebook
Email
Notes
More

Hin rammíslenska barátta gegn vókisma

Hugsað til Gísla Pálma í viku íslenskrar tungu. Hvað finnst okkur um átak stjórnvalda af þessu tilefni? Og voru Ástríkur og Steinríkur „woke“?

Snorri Másson's avatar
Snorri Másson
Nov 13, 2023
∙ Paid
6

Share this post

Snorri Másson ritstjóri
Snorri Másson ritstjóri
Hin rammíslenska barátta gegn vókisma
Copy link
Facebook
Email
Notes
More
Share
Upgrade to paid to play voiceover

Góðan daginn og gleðilega viku íslenskunnar, kæru vinir ritstjórans og auðvitað óvinir líka, sem hingað koma í reglubundið eftirlit. 

Það er ekki vanþörf á heilli viku undir íslenska tungu en auðvitað er aðaldagurinn á fimmtudaginn, dagur íslenskrar tungu, á afmælisdegi Jónasar Hallgrímssonar 16. nóvember.

Hér koma við sögu Gunnar á Hlíðarenda og Patrekur Jaime. Er Patti að slátra tungunni eða bjarga henni þegar hann segir „slay“?

Á vef Stjórnarráðsins getur að líta þessa mynd úr nýlegu átaki stjórnvalda:

Hlíðin er slay, myndi nútímamaður eins og Patrekur Jaime segja. Gunnar á Hlíðarenda lýsti þessu sama með öðru orðavali á sínum tíma: „Fögur er hlíðin svo að mér hefir hún aldrei jafnfögur sýnst, bleikir akrar en slegin tún, og mun ég ríða heim aftur og fara hvergi.“

Báðar fullyrðingar standast vel og fjalla um að elska hlíðina og að elska landið sitt. Átaki stjórnvalda er ætlað að „ýta við fólki, stjaka við því, hnippa í það og jafnvel gefa því olnbogaskot.“

Ætli maður þurfi ekki bara að rúlla með höggunum, eins og Birnir rappari talar um í öðru samhengi.

Stjórnvöld hefðu getað valið hvaða svið íslenskunnar sem er, til að leggja áherslu á við þetta tilefni en þetta varð fyrir valinu.

Keep reading with a 7-day free trial

Subscribe to Snorri Másson ritstjóri to keep reading this post and get 7 days of free access to the full post archives.

Already a paid subscriber? Sign in
© 2025 Snorri Másson
Privacy ∙ Terms ∙ Collection notice
Start writingGet the app
Substack is the home for great culture

Share

Copy link
Facebook
Email
Notes
More