Snorri Másson ritstjóri

Snorri Másson ritstjóri

Share this post

Snorri Másson ritstjóri
Snorri Másson ritstjóri
Hugleiðingar eftir hellaða kosningavöku
Copy link
Facebook
Email
Notes
More

Hugleiðingar eftir hellaða kosningavöku

Halla Tómasdóttir er ekki úr fræðasamfélaginu, en hún hefur aðra mikilvæga kosti. Börnin hennar eru mikilvægari en margur áttar sig á...

Snorri Másson's avatar
Snorri Másson
Jun 03, 2024
∙ Paid
4

Share this post

Snorri Másson ritstjóri
Snorri Másson ritstjóri
Hugleiðingar eftir hellaða kosningavöku
Copy link
Facebook
Email
Notes
More
Share
Upgrade to paid to play voiceover
Sigríður Indriðadóttir og Inga María Hjartardóttir, báðar í kosningateyminu, sigursælar í kosningavöku Höllu Tómasdóttur, þar sem allt troðfylltist skömmu eftir fyrstu tölur.

Halla Tómasdóttir verður sjöundi forseti lýðveldisins. Jón Trausti Reynisson Heimildarmaður skrifar: „Sigur Höllu Tómasdóttur verður um leið sigur MBA-gráðunnar, leiðtogafræða, viðskiptafræði og mannauðsstjórnunar. Þetta tekur við af sagnfræðinni, stjórnmálafræðinni, íslenskunni og bókmenntafræðunum í æðsta virðingarembætti landsins.“

Hann er sakaður um snobb en þetta er auðvitað staðreynd málsins, þetta er ákveðin áferðarbreyting á embættinu. Þetta er engu að síður virkilega það sem fólkið vildi. Halla náði 34% fylgi þótt atkvæðin dreifðust á marga sterka frambjóðendur.

Það gerðist þrátt fyrir að hún hafi ekki í hraðaspurningum þekkt heimilisfang Gunnars Hámundarsonar forðum og ekki vitað að Jón Arason hafi verið hálshogginn við siðaskiptin.

Eða náði hún kjöri vegna þess að hún flaskaði á þessum atriðum? Eru kjósendur að tengja við frammistöðuna? Það er hluti af þessu, held ég.

Íslendingasögurnar kúgunartæki

Grímur Atlason athafnamaður kemur Höllu til varnar: „Jólasveinninn er ekki til og Gunnar Hámundarson kenndur við Hlíðarenda ekki heldur en hann var fundinn upp til að tryggja að ríkir menn fyrir 850 árum gætu áfram verið mjög ríkir. Og auðvitað líka mælistika þess hver kæmist í gegnum klásus á 20. og 21. öldinni.“

Grímur Atlason framkvæmdastjóri Geðhjálpar hefur rætur í Vinstri grænum en á síðari árum tengingar við Samfylkinguna í gegnum eiginkonu sína Helgu Völu Helgadóttur. Ætli sú tenging sé reyndar ekki dauf úr þessu.

Hinni marxísku lífssýn verður allt að vopni. Fornsögurnar eru auðvitað í grunninn kúgunartæki auðvaldsins allt fram á daginn í dag. Sú niðurstaða er auðvitað vel innan seilingar þegar maður sér allt í gegnum linsu valda og valdaleysis – hins alræmda „valdaójafnvægis“.

Keep reading with a 7-day free trial

Subscribe to Snorri Másson ritstjóri to keep reading this post and get 7 days of free access to the full post archives.

Already a paid subscriber? Sign in
© 2025 Snorri Másson
Privacy ∙ Terms ∙ Collection notice
Start writingGet the app
Substack is the home for great culture

Share

Copy link
Facebook
Email
Notes
More