Hvað kallar maður glóbalíska verkalýðshreyfingu?
Eitt og annað sem vekur athygli manns. Hin glóbalíska verkalýðshreyfing meðal annars...
Framtíðarlandið Ísland getur af sér svona kostaðar auglýsingar á Facebook, mörkin riðlast, hvað á að vera á ensku, hvað íslensku, það verður sífellt óljósara og stefnir allt í eina átt… so it goes.
Ég gróf upp íslenska útgáfu greinar Höllu Gunnarsdóttur.
Þar segir:
VR hleypir í dag af stokkunum átaksverkefni um inngildingu á vinnustöðum. Á árum áður var venjan að tala um aðlögun og í henni fólst að aðflutt fólk ætti að aðlagast þeim sem fyrir voru. Minnihlutinn átti að verða eins og meirihlutinn. Við sem höfum tekið þátt í jafnréttisbaráttunni þekkjum þá áherslu vel frá fyrri tíð að konum á vinnumarkaði væri gert að aðlagast ríkjandi karlamenningu ef þær ætluðu sér framgang í starfi eða yfirleitt til að geta haft skoðanir á málefnum líðandi stundar. Síðar kom í ljós að ríkjandi karlamenning var kannski ekkert sú besta, hvorki fyrir starfsemina né starfsandann.
Sama með íslenska menningu - kannski ekki sú besta hehe!
Maður gæti ekki skáldað sumt sem kemur frá okkar séríslensku glóbalísku (?!) verkalýðshreyfingu. Rannsóknarefni að þar virðist allt gleymt sem heitir samkeppni við ódýrara vinnuafl sem kemur að utan eða áhrif þess á kjör innlenda vinnuaflsins. Umboðið í staðinn sótt til sárþjáðrar alþýðu um allan heim.
Flokkast glóbalískt stéttarfélag í raun sem stéttarfélag? Eða frekar bara sem hugveita? Þankatankur? Frjáls félagasamtök? Stjórnmálaflokkur? Efni í fyrirspurn til Ingu Sæland.
Í öðrum fréttum tók ég til varna fyrir Ríkisútvarpið þegar einhver öfgamaðurinn á X reyndi að saka miðilinn um að standa í áróðursstarfsemi. Ég benti á eftirfarandi:
RÚV er hlutlaust! Er það t.d. ljóst af umfjöllun um erlend stjórnmál, woke-mál, útlendingamál, kynjamál, Bandaríkin, utanríkismál, loftslagssósíalisma hvers konar, tjáningarfrelsismál, samfélagsmiðla, viðskiptalíf og önnur mál.
RÚV fylgir nefnilega landslögum! Eins og að vera „óháð stjórnmálalegum og hugmyndafræðilegum hagsmunum í og ritstjórnarákvörðunum“, að „veita hlutlæga frétta- og fréttaskýringarþjónustu um málefni líðandi stundar“, að kynna „margbreytileika lífsviðhorfa í landinu“ og að veita landsmönnum innsýn í „ólík sjónarmið.“ Á sama hátt er til fyrirmyndar hvað starfsfólk gætir þess að afhjúpa aldrei sínar persónulegu skoðanir á málum.
Þetta fáum við bara! Og með litlum tilkostnaði! Framlag ríkisins eru aðeins 6,5 milljarðar króna fyrir árið 2025 og stofnunin er ekki að draga til sín nema um 2,7 milljarða króna í auglýsingatekjur á ári, sem bitnar sem betur fer augljóslega ekki á svokölluðum frjálsum fjölmiðlum í landinu. Sem sagt aðeins um 9,2 milljarðar í rekstrarfé án allrar áhættu!
Þetta opinbera hlutafélag okkar allra lætur ekki svokallaða „lýðræðislega kjörna fulltrúa“ hafa áhrif á sína stefnu. Eins og þegar menningarráðherra samdi sérstaklega við RÚV árið 2023 um að umsvif ríkismiðilsins á auglýsingamarkaði yrðu minnkuð. Tvö ár í röð hefur RÚV sleppt því að taka tillit til þess samnings og haldið auglýsingasölu óbreyttri, eins og Viðskiptablaðið fjallar um. Vel gert!
RÚV gætir sem betur fer sinnar stöðu. Sem betur fer var líka samið við „stjórnmálamennina“ að jafnvel þótt RÚV myndi missa tekjur úr auglýsingum, yrði komið til móts við tapið (væntanlega með meiri ríkisframlögum) svo að stofnunin gæti „áfram sinnt sínu lögbundna hlutverki.“ Sem sagt haldið áfram að fylgja landslögum svona vel!
Skrú RÚV
Kaldhæðni, hvað er það? Verður gaman að fylgjast með hvað RÚV segir um vonda Trump næstu 4 árin. RÚV hafði nú ekki í sér að gagnrýna góða Biden þó svo af nógu væri að taka, þó ekki væri nema bara fyrir hvað kallinn var orðinn gamall og kalkaður. Svo voru haldnar einar kappræður og það augljósa kom í ljós, sem "öfga hægrið" var búið að benda á í 4 ár að hann væri orðinn gamall og kalkaður. Þá fór allt að snúast um að koma honum frá og Kamöllu að .
Aldrei sá ég þá spurningu koma upp hjá Rúv hver hefði stjórnað Bandaríkjunum þessi 4 árin haha!