Róttækur forsætisráðherra vor hefur talað: Það eru greinilega 300 ár fram undan af „jafnréttisbaráttu“ enda sjá sérfræðingar ekki fram á að jafnrétti kynjanna verði lokið fyrr en þá, miðað við núverandi gang.
Þetta segir forsætisráðherra í snilldarlega uppstilltu viðtali við Stefán Eiríksson útvarpsstjóra sem hefur „hlaupið í skarðið“ fyrir Sigurlaugu M. Jónasdóttur á Rás 1, af því að Sigurlaug er farin í kvennaverkfall.
Ef punkturinn með verkfalli er að lama vinnustaðinn, hefur þá ekki útvarpsstjórinn unnið fullnaðarsigur hérna? Hann fær ekki aðeins að eyða áhrifum verkfallsins, heldur er honum hampað sem jafnréttishetju á meðan hann er að því.
Nokkrir mjög sís karlar hafa í aðdraganda kvennaverkfallsins ofpeppast svolítið, samanber auglýsingabrellu besta manns á Íslandi Haraldar Þorleifssonar. Þar ætlaði Halli að láta ofurhæfa listamenn og ríka meistara ganga í störf lúserakvenna á veitingastaðnum sínum til að sýna hvað karlarnir væru krúttlegir klaufar að þjóna til borðs.
Keep reading with a 7-day free trial
Subscribe to Snorri Másson ritstjóri to keep reading this post and get 7 days of free access to the full post archives.