„Íbúar eða sveitarstjórar hafa ekki kvartað!“
Sumum er meira og minna sama hvaða tungumál við tölum í landinu. Fólk hefur rétt á þeirri skoðun – en þið vitið hvar ég stend
Áhyggjur af stöðu íslenskunnar eru oft afgreiddar sem ímyndunarveiki, að við værum aldrei í alvöru að fara að leyfa því að gerast hérna að enskan tæki yfir. Hér að neðan má sjá tvö skjáskot, sem eru mikilvæg áminning um að það er til fullt af (áhrifamiklu) fólki sem væri í grunninn alveg sama þótt svo færi.
„Íbúar eða sveitarstjórar hafa ekki kvartað!“ segir Karen Kjartansdóttir fyrrverandi framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar. Niðurstaðan: Það er ekki vandamál að Mýrdalshreppur sé tilneytt að láta stjórnsýsluna fara fram að hluta til á ensku. Enginn hefur kvartað!