Íslendingar eru að bregðast Sjálfstæðisflokknum
Stjórnmálaflokkarnir þurfa rækilega uppfærslu til að mæta nýjum veruleika
Það var varla á það bætandi en kannanir leiða í ljós að kjósendur treysta ríkisstjórninni miklu verr með Bjarna Benediktsson í stóli forsætisráðherra en þeir gerðu í tíð Katrínar.
Sjálfstæðisflokkurinn mældist með 15 prósenta fylgi í seinasta mánuði. Hrunið er slíkt að það kæmi mér ekki á óvart ef vinir okkar í Þjóðmálum færu að drepa þessu á dreif og leggja áherslu á að allt séu þetta bara áhrif óumflýjanlegrar alþjóðlegrar hægrikreppu.
Rétt eins og við komum í raun ekki nálægt „bankahruninu“, heldur urðu Íslendingar bara fyrir barðinu á alþjóðlegri lausafjárkreppu eins og aðrir. (Maður hugsar reyndar hvort það sé ekki bara eitthvað til í þessu? Söguskoðunin hlýtur um síðir að mjakast í átt að notalegustu tilhugsuninni.)
Keep reading with a 7-day free trial
Subscribe to Snorri Másson ritstjóri to keep reading this post and get 7 days of free access to the full post archives.