Kynjaða skuldabréfið er toppurinn á ísjakanum
Nú kemur kynjað skuldabréf en það er bara hluti af stærri mynd. Nokkur dæmi. Hinn sovéski yfirborðslegi tónn okkar leiðinlegu pólitísku elítu – er hann kominn til að vera?
Sagt er frá því að áhugi markaðsaðila hafi snarminnkað á fjárfestingum sem eru merktar „sjálfbærni og jafnréttismálum“ í bak og fyrir, enda sé komið á daginn að í þessum verkefnum sé ekki endilega eftir mestu ávöxtuninni að slægjast.




