„Mér langar“ – töpuð barátta?
Björn Jón Bragason sagnfræðingur og kennari segir að markmiðið eigi að vera að allir tali gullaldaríslensku
Ertu þakklátur fyrir þetta efni? Taktu þátt í frjálsri fjölmiðlun í landinu og fáðu efni sem aðeins er fyrir áskrifendur:
Hvað stendur eftir þegar ekkert er til sem heitir rétt og rangt mál? Hér er því haldið fram að hin mikla varúð gagnvart málfarslegum leiðréttingum, sem hefur til að mynda verið áberandi í málflutningi Eiríks Rögnvaldssonar, gengið of langt. Að leggja allt að jöfnu í málfarsefnum getur dregið úr áhuga fólks á tungumálinu.
Björn Jón Bragason sagnfræðingur og kennari segir að markmiðið eigi öllu heldur að vera að allir tali gullaldaríslensku og að ekki beri að fallast til dæmis á þágufall, þar sem þolfall er rétt.
„Þegar það er verið að kenna fólki beitingu tungumálsins þá þurfa bara að vera reglur. Það getur ekki verið valfrjálst algerlega. Þetta er eins og með allt annað, þú þarft að kunna skil á ákveðnum grunni sem þú getur svo leikið þér með þegar þú hefur öðlast færni.
Mér virðist sem svo jafnvel að íslenska sé stundum þannig kennd að þetta sé bara eigi bara að vera einhvern veginn. Það er mikil umræða í Frakklandi, eins og í flokki Jean-Luc Mélenchon, sem er öfgaflokkur langt til vinstri. Þar eru viðhorf ríkjandi um að það eigi ekkert að upphefja sérstaklega franska menningu. Þetta á bara að vera einhvern veginn og öll menning er sett undir sama hatt og menn geti ekki flokkað hvort er betra.“
Hér er viðtalið við Björn Jón Bragason í heild: