Það var eitt myndband framar öðrum sem vakti athygli á X yfir helgi. Í því fleygir norrænn karlmaður sér fram af snævi þöktum kletti, atgervismaður mikill, vopnaður öxum tveimur, og dembir sér beint ofan í vök, fáklæddur í nístingskulda. Glaðvakandi víkingur.
Á meðal reikninga sem deilir þessu myndskeiði er hinn sjálftitlaði Culture Critic og áleitin spurning fylgir með: „Kæru karlmenn, hvað er að koma í veg fyrir að þið leikið þetta eftir?“
Svarið kom strax frá ráðsettum borgara: „Mér er í mun að börnin mín sitji ekki uppi föðurlaus.“
Það er verðugt sjónarmið, og líklega deila því flestir, en það breytir ekki þeirri staðreynd að fólk hefur meðfæddan áhuga á svona sturlaðri líkamlegri hreysti og afrekum. Helst vildu menn geta leikið þetta eftir, en láta duga að horfa og dást.
Gaurinn í myndbandinu er að slá í gegn á samfélagsmiðlum þessa dagana og hefur reyndar gengið lengra en í myndbandinu að ofan, nú síðast þegar hann bætti að því er virðist heimsmet í að stökkva niður af kletti.
Menning ríkisvaldsins og menning fólksins
Hér hefur áður verið vísað til ekki ósvipaðrar fígúru, Guðmundar Emils einkaþjálfara – líkamlegs átrúnaðargoðs ófárra íslenskra karlmanna – og slagorðs hans fyrir nýja tíma: Víkingar vakna.
Það er grundvallarmisskilningur að ímynda sér að Gummi Emil sé afmarkaður afkimi í íslenskri menningu, því að áhugi á honum og hans líkum er mun frekar eins og undiralda, sem teygir anga sína víða.
Það kom ritstjóranum þess vegna ekki á óvart að sjá að sjálfur forsætisráðherra vor er ekki einu sinni ósnortinn. Úr viðtali við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra úr síðustu viku: „Maður sér að það eru ákveðnir áhrifavaldar, til dæmis á sviði heilsuræktar, sem tala íslensku og hafa stóran fylgjendahóp.“
Shoutout á Gemil!
Þetta leiðir hugann að þeim mikla mun sem er á menningu eins og ríkisvaldið vill þröngva henni upp á fólk og menningu eins og hún er í raun og veru.
Katrín Jakobsdóttir styrkti til dæmis verkefnið „Karlmennskuna“ um átta milljónir króna árið 2020, verkefni sem miðar opinskátt að því að afbyggja hefðbundna karlmennsku eins og við höfum haldið upp á hana í þúsundir ára.
Óríkisstyrkt efni sem nýtur raunverulegra vinsælda á samfélagsmiðlum boðar allt aðra nálgun. Það boðar að hefðbundin karlmennska sé bara almennt af hinu góða; að vera heilbrigður, sterkur, að taka ábyrgð á sjálfum sér og sleppa því að vera bókstaflega lamaður úr samviskubiti allan daginn.
Hugmyndafræðileg elíta okkar tíma er síður hrifin af þessum viðmiðum og því fer opinbert fé okkar í verkefni eins og Karlmennskuna. Munum þar að stjórnvöld ráðast ekki í svona hugmyndafræðileg verkefni vegna þess að það sé svo mikill áhugi fyrir þeim hjá almenningi, heldur einmitt er það gert þegar almenningur er sérstaklega talinn „þurfa fræðslu“.
Á sama tíma mælast Vinstri grænir með 5-6% fylgi – minnsta fylgi allra flokka á Alþingi! Það er nánast aðdáunarvert hvað flokkurinn þarf á litlum stuðningi að halda frá almenningi til þess að þó stjórna öllu hérna.
Það minnir okkur á að vel skipulagður minnihluti getur gert kraftaverk.
Þessi grein er opin öllum, en á www.ritstjori.is hefur birst fjöldi svipaðra greina sem eru aðgengilegar áskrifendum. Komdu í áskrift og fáðu aðgang að öllu efninu.
Víkingar skemmtilegir vegna yfirgangs, ekki þrátt fyrir yfirgang
Einhverjir eru kannski viðkvæmir fyrir að upphefja víkinga sérstaklega en þeir voru miklir meistarar, held ég. Bent hefur verið á að sú mynd sem við höfum af þeim er auðvitað mikið til fengin úr skipulögðum áróðri kristinna sigurvegara sögunnar.
Breski sagnfræðingurinn Dominic Sandbrook fullyrðir að víkingar hafi ekki bara verið ofbeldisfullir níhílistar, heldur hafi þeir haft skýr gildi.
Í hugarheimi víkinga hafi helsta dyggðin falist í að standa með sjálfum þér og berjast til síðasta blóðdropa fyrir því sem þú telur rétt, og alltaf baráttuglaður. Að elska örlög sín og fara svo fús til Valhallar þegar kallið kemur.
Sandbrook segir að sama hversu ákaflega fólki er kennt (innrætt) annað og „betra“ siðferði, er eftirspurnin eftir siðferði í anda víkinga ávallt fyrir hendi og raunar sívaxandi. Þannig sé reynsla hans af því að skrifa barnabækur sú, að börn vilji ekki sögur af víkingum þrátt fyrir allt ofbeldið sem þeir gerðust sekir um heldur vilji börnin þær sögur vegna alls ofbeldisins.
Niðurstaða sagnfræðingsins er sú að víkingaæði okkar tíma sé ekki tímaskekkja, heldur mun frekar mjög passandi: Þeir sem víkingarnir þoldu allra síst voru einmitt yfirborðslegir og skinheilagir trúarhræsnarar, sem eyddu öllum vökustundum í að veita öðrum óumbeðin fyrirmæli um góða hegðun.
Lesið á milli línanna
Þótt opinber hugmyndafræði hvetji til þess á okkar tímum að hver finni sína leið til að líta á sig sem fórnarlamb samfélagsgerðarinnar, kraumar það undir niðri hjá sífellt fleirum að hafna þeirri nálgun og velja frekar að trúa á styrk, stolt, frumkvæði og persónulega ábyrgð.
Þau gildi skína augljóslega ekki í gegn þessa dagana, heldur þurfum við að lesa á milli línanna í opinberri umræðu.
Við sjáum vísbendingar í þeim listum sem ná í gegn. Við getum horft á eitt vinsælasta listræna framlag Íslendinga til heimsmenningarinnar þessa dagana, sem eru kvikmyndir eins og The Northman og annálaðir víkingaleikarar eins og Jóhannes Haukur. Sjá einnig þær norrænu fyrirmyndir sem fara sigurför um heiminn í Marvel-myndunum, Þór og Loka.
Við getum líka horft á Gumma Emil, sem hefur safnað tugum þúsunda fylgismanna með því að sýna frá líkamlegum afrekum sínum, fjalla um andlega þrautseigju og neita að láta skipa sér fyrir.
Þá getum við horft á hamslausa tölvuleikjaspilun karlmanna og siðaboðskapinn sem farið er eftir í þeirri fantasíu allri, en hann er ekki beint í anda ríkjandi opinbers siðgæðis Katrínar Jakobsdóttur.
Loks er einfaldasta birtingarmynd okkar undirliggjandi þrár eftir anda víkingaaldar auðvitað ómæld virðing okkar fyrir brjáluðum mönnum eins og hinum norska áhættuvíkingi í myndböndunum að ofan.
Þennan smekk okkar er á þessu stigi ef til vill einkum að finna í undirmeðvitundinni en það er ekki útilokað að breyttir tímar gætu laðað fram anda fornaldar að nýju.
Ofangreindur breskur sagnfræðingur virðist allavega líta svo á að víkingarnir einir geti sagt vókismanum stríð á hendur. Það væri eitthvað. Að minnsta kosti bíða þess margir að sú ágæta hugmyndastefna mæti loksins ofjarli sínum.
Þessi grein er opin öllum, en á www.ritstjori.is hefur birst fjöldi svipaðra greina sem eru aðgengilegar áskrifendum. Komdu í áskrift og fáðu aðgang að öllu efninu.
Siglum upp á vókismans, finnum konur hans og tökum þær föstum tökum, einn beinstífan víkingaskaufa á hverja ambátt. Víkingar vaknið!