Nafnlaus nörd á netinu afhjúpaður
Forbes afhjúpar nafnlausan tæknifrömuð af óljósum ástæðum. Er það gott? Nýstárleg hugmyndafræði ríður húsum – og Egill Helgason mun ekki fíla hana

Gervigreindaræðið sem greip um sig í almennri umræðu þegar fullkomin mállíkön OpenAI litu dagsins ljós hefur róast aðeins. Samt erum við minnt á það við og við að þessi klikkun er auðvitað bara rétt að byrja.



