Moli þessa annasama fimmtudags er stutt frumfrétt um nýtt „listaverk“ sem nú gnæfir yfir Ingólfstorgi, þar sem sjá má lunda glíma við ísbjörn á meðan þessar nýju landvættir Íslendinga baða sig í norðurljósum, sem sjaldan sjást frá Reykjavík.
Sjáið þessi tignarlegu klassísku hús og svo verkið, sem varpar rýrð á umhverfi sitt.
Ritstjórinn fagnar þessu framtaki alls ekki, heldur lýsir hann yfir megnri óánægju með listaverkið. Nánar verður fjallað um málið og farið ítarlega ofan í ástæður óánægjunnar í fréttum vikunnar og í hlaðvarpi mínu Skoðanabræðra á morgun. Þar koma bæði skáldið Michel Houellebecq og hefðbundin frönsk matargerð við sögu.
Önnur spurning er miðlæg í fréttum vikunnar hjá ritstjóranum sem birtast í fyrramálið, nefnilega þessi: Af hverju voru svívirðingar Áslaugar Örnu í garð Svandísar Svavarsdóttur svona ófyndnar? Fyndið mál.
Að auki vík ég í fréttum vikunnar að því sem virðist vera að taka á sig mynd sem heilbrigður birtingartaktur bæði hér á vefnum og í sjónvarpi, fréttum vikunnar. Tvær til þrjár greinar á vefinn og svo fréttir vikunnar. Þið getið sent á mig skilaboð ef það er eitthvað efni sem gleður ykkur sérstaklega, ef þið vilduð heldur hafa fleiri greinar eða fréttir af einhverjum tilteknum toga, eða hvað sem ykkur dettur í hug.
Gleður mig einnig að tilkynna að ég er með eina mjög mikilvæga grein í vinnslu! Bíðið bara.
Houellebecq? Er hann ekki raðkynþáttaníðingur?