Öryggi er stórhættulegt í röngum höndum
Það getur haft afar neikvæð áhrif ef varaformaður Sjálfstæðisflokksins gengur of langt til að ná stjórn á gervigreind
Ef þú ætlar að finna eitthvað upp og koma því á markað, þarftu fyrst að sanna að uppfinningin muni ekki hafa neinar neikvæðar afleiðingar á neinum tímapunkti. Þetta er í grófum dráttum inntak varúðarreglunnar svonefndu sem hefur vegið þungt í allri vísindalegri nálgun mannsins á síðustu áratugum.
Að sögn Kísildælingsins Marc Andreessen, eins áhrifamesta tæknispekings okkar tíma, beittu þýskir græningjar þessari nálgun fyrir sig á áttunda áratugnum þegar þeir réðust skipulega að allri viðleitni vísindamanna til að beisla kjarnorku í þágu almennings til almennra nota.
Smáatriðin eru vitaskuld flóknari, en í grunninn var afleiðingin til lengri tíma sú að almenningur notar í dag ekki kjarnorku.
Í þessu felst ákveðin þversögn fyrir umhverfissinna. Vitnum stuttlega í Þröst Þorsteinsson, prófessor í umhverfis- og auðlindafræði við HÍ, á Vísindavefnum:
Ef miðað er við útblástur gróðurhúsalofttegunda og annarrar mengunar er kjarnorka betri en flestir ef ekki allir aðrir núverandi orkugjafar. Hins vegar gerir hættan á kjarnorkuslysi og vandamál tengd geymslu geislavirks úrgangs úr kjarnorkuverum svarið við spurningunni flóknara. Ný kjarnorkuver eiga að vera örugg, en eins og atburðirnir í Fukushima sýna er ekkert til sem heitir algerlega öruggt.
Þorsteinn fer með kaldan sannleikann: „Það er ekkert til sem heitir algerlega öruggt.“
Það er einmitt helsta athugasemd Andreessen við ofuráherslu stjórnvalda á varúðarregluna, að ef henni er ávallt framfylgt í hverri grein, er ljóst hvert það leiðir.

Ef vísindamaður þarf að verða við kröfu um algert öryggi, og algert öryggi er ekki til, er stöðnun þá ekki eina leiðin áfram?
Það mun enn vera ráðandi tilfinning á meðal umhverfissinna að kjarnorka sé ekki leiðin fram á við. Þýskir græningjar eru alls ófúsir að endurskoða þá sýn, jafnvel nú þegar Þjóðverjar eru að kveikja aftur á gömlum kolaverum til að mæta orkuskorti vegna gasþvingana gegn Rússum. Ekkert kyndugt við það.
Hvernig ætlarðu að banna gervigreind?
Andreessen setur þessa tilburði stjórnvalda til að banna nýja tækni „ef ske kynni“ í samhengi við tilburði stjórnvalda nú á dögum í baráttunni við gervigreind.
Keep reading with a 7-day free trial
Subscribe to Snorri Másson ritstjóri to keep reading this post and get 7 days of free access to the full post archives.