Ótrúlegt bréf frá einum valdamesta manni heims
Fólk sem hefur áhyggjur af tilhneigingu stjórnvalda til að ritskoða samfélagsmiðla hefur hingað til skort góðar sannanir fyrir máli sínu, en nú eru komin gögn á borðið
Ritstjórinn sló á létta strengi á dögunum þegar hann benti á kostulega þversögn í rekstri stærsta samfélagsmiðlafyrirtækis heims, Meta.
Eigendur Facebook hafa á síðari árum tekið að sér að vera handhafar sannleikans þegar þeir ritskoða umræðu um allt frá loftslagsmálum til ósköp eðlilegrar umfjöllunar um Covid-19. Á sama tíma eru þeir furðurólegir yfir raunverulegum falsfréttum sem fólk borgar fyrir að birta á miðlinum, sem við Íslendingar sjáum auðveldlega að eru uppspuni.
Fólk sem hefur áhyggjur af tilhneigingu stjórnvalda til að ritskoða fjölmiðlun í gegnum samfélagsmiðla (áhyggjur sem nú eru stundum kenndar við „öfgahægri“) hefur hingað til yfirleitt átt erfitt með að bera fram óyggjandi sannanir fyrir ritskoðuninni, enda er hún ekki gerð fyrir opnum tjöldum né er hún yfirlýst stefna.
Ummæli hjá Joe Rogan hunsuð
Menn hafa reynt að vísa til þess að Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Meta, hafi viðurkennt í hlaðvarpi Joe Rogan árið 2022 að alríkislögreglan FBI hafi beint því sérstaklega til samfélagsmiðilsins á kosningaárinu 2020 að vera á varðbergi fyrir „rússneskri upplýsingaóreiðu“ og að miðillinn ætti að vera tilbúinn að taka allt slíkt niður.
Nokkru síðar birti New York Post grein sem unnin var upp úr upplýsingum úr fartölvu Hunter Biden, sonar Joe Biden. Áður en menn vissu af höfðu 51 fyrrverandi starfsmenn leyniþjónustunnar lýst því yfir að einmitt þessi umfjöllun bæri merki þess að vera rússnesk upplýsingaóreiða. Facebook skildi fyrirmælin og skrúfaði fyrir dreifingu á fréttinni.
Síðar kom í ljós að fartölvan var ekta og uppljóstranir úr henni tengdust Rússum ekki neitt. En yfirlýsingarnar voru aðferð ákveðinna afla til þess að reyna að kæfa fréttina í fæðingu.
Þrátt fyrir að Zuckerberg hafi gert skýra grein fyrir þessu í umræddu viðtali árið 2022, og sagst sjá djúplega eftir ritskoðuninni, má sjá fyrir sér hvers vegna ummælin vöktu ekki meiri athygli. Þetta var í hlaðvarpsdýflissunni hjá Joe Rogan, sem er hvort eð er alræmdur sjálfur fyrir „upplýsingaóreiðu“.
Bréf frá manni í breyttri stöðu
Nú er hins vegar komið fram skjal, sem stuðningsmenn ritskoðunarinnar eða ritskoðunarafneitarar munu eiga erfitt með að gera lítið úr.
Keep reading with a 7-day free trial
Subscribe to Snorri Másson ritstjóri to keep reading this post and get 7 days of free access to the full post archives.