Prettyboitjokkó og þrælarnir
Álitsgjafar eru margir svo þjakaðir af siðferði þrælsins að þeim er ómögulegt að sjá kosti hins höfðinglega rappara

Það er ekki launungarmál að ritstjórinn er haldinn vissri gullaldarþrá. Hans eftirlætistími eru annars vegar nítjánda öld sjálf og hins vegar uppáhaldstímabil nítjándu aldar manna, landnámið og þjóðveldistíminn.
Í ljósi þessa kann það að þykja kynlegt að á sama tíma kunni ég að meta „Prettyboitjokkó“. Ég held því þó fram að hér sé ritstjórinn ekki í mótsögn við sjálfan sig, nema síður sé.
Prettyboitjokkó er endurreisnarmaður og hans hugmyndafræðilega framlag er einmitt í anda góðra tíma; feðranna frægu, frjálsræðishetjanna. Það er langt frá því að vera einskis virði.
Glúmi Baldvinssyni ratast satt á munn, hann skrifar:



