Sársaukinn er rétt að byrja
Ríkið neitar að fara í sársaukafullar aðgerðir, þannig að dýrtíðin gæti eins líklega verið rétt að byrja. „Ódýrt“ er það besta sem verslanir geta boðið
Innherji var með forvitnilega tilvitnun í Þórð Pálsson, fjárfestingarstjóra hjá Sjóvá, fyrir helgi: „Það er að renna æ betur upp fyrir markaðinum í heild að verðbólgan sé eins og slæm tannpína. Verkurinn hverfi ekki nema það komi til verulega sársaukafullar aðgerðir til að laga hann. Og við eigum það bara enn eftir.“




