Stóra vandamálið sem enginn getur gert neitt í
Faraldur lamandi andlegra veikinda á meðal ungs fólks. Skulum vona að þetta lagist af sjálfu sér?
Allir sem eiga börn eða umgangast ungmenni hafa séð vafasöm áhrif snjalltækjanotkunar á líf þeirra. Þeim áhyggjum er stundum svarað með því að fullorðna fólkið sé engu skárra í fíkninni en þar er verið að bera saman epli og appelsínur, að sögn Jonathan Haidt félagssálfræðings sem gaf nýverið út bókina The Anxious Generation: How the Great Rewiring of Childhood is Causing an Epidemic of Mental Illness.
Meginmunurinn á fullorðnum og þeirri kynslóð sem var á barnsaldri í kringum 2012 er að hinir fullorðnu áttu í það minnsta eðlilega barnæsku, jafnvel þótt nú séu þeir háðir símunum. Haidt leggur áherslu á að það sé þessi eðlilega barnæska sem kynslóðirnar núna hafa verið sviptar og að einmitt það sé ein helsta orsök hins mikla faraldurs andlegra veikinda.
Grundvallarspurningin: Er tímabært að banna börnum í stórum stíl að vera í snjallsímum?
Keep reading with a 7-day free trial
Subscribe to Snorri Másson ritstjóri to keep reading this post and get 7 days of free access to the full post archives.