Við erum betra fólk en þú
Auglýsing með forsetanum gegn hans vilja er eitthvað sem reyndur viðskiptamaður myndi undir eðlilegum kringumstæðum aldrei gerast sekur um. Spurningin er því: Hvernig í ósköpunum gat þetta gerst?
Forseti vor Halla T. virðist sloppin með skrekkinn eftir misheppnaða auglýsingabrellu Egils Jóhannssonar forstjóra Brimborgar, enda hefur hann nú fallist á að Halla hafi ekki veitt leyfi fyrir myndbirtingunni.
„Við töldum okkur birta myndina í góðri trú en þar hefur orðið misskilningur um að heimild til myndatöku gilti sem heimild til birtingar. Því var myndin samstundis tekin úr birtingu þegar ósk um það kom,“ segir í tilkynningu.
Verðandi forsetahjón voru að festa kaup á þessari bifreið sem einstaklingar og viðskiptin voru embættinu því óviðkomandi. Að taka mynd af viðskiptavinum í þeim erindagjörðum og birta á samfélagsmiðlum án heimildar er í besta falli vítavert gáleysi.
Raunar er slík birting eitthvað sem reyndur viðskiptamaður myndi undir eðlilegum kringumstæðum aldrei gerast sekur um. Spurningin er því: Hvernig í ósköpunum gat þetta gerst?
Keep reading with a 7-day free trial
Subscribe to Snorri Másson ritstjóri to keep reading this post and get 7 days of free access to the full post archives.