Vinsæll rappari kveðst munu skera annan á háls með rakvélablaði
Í rappi fáum við ómetanlega innsýn í veröld sem var – skýringar fundnar á siðferði
Lagið The Heart Part 6 eftir Drake er hreint ótrúleg hlustun – rúmlega fimm mínútna vörn rapparans gegn ásökunum um að hafa átt í kynferðislegum samskiptum við stúlkur undir lögaldri. Ásakanirnar koma ekki frá stúlkunum, heldur erkióvini Drake í yfirstandandi rappdeilu, Kendrick Lamar.
Svívirðingarnar sem þeir hafa viðhaft hvor um annan í disslögum á síðustu vikum eru djúpar og alvarlegar. Drake dregur skiljanlega línu í sandinn við þessar sem tengjast stúlkum undir lögaldri.
Að öðru leyti: Framhjáhald, rangt feðruð börn, morð, svik, ofbeldi, vopnaburður, eiturlyfjasala, skipulögð glæpastarfsemi liggur við og annað í þeim dúr svífur yfir vötnum, rétt eins og svo sem í öðru meginstraumsrappi bandarísku.
Það er ekki nýtt að slíkur óskundi sé upphafinn en ekki fordæmdur í rappi, en ég tel það þó eina merkustu þversögn okkar tíma að það siðferði sem birtist okkur í einni vinsælustu listgrein okkar tíma sé svo andstætt meginstraumsviðmiðum siðaðs samfélags.
Höfðingi eða þræll
Friedrich Nietzsche skipti siðferði í höfðingjasiðferði og þrælasiðferði.
Höfðingjasiðferðið spyr ekki hvort þú sért góður eða vondur, heldur hvort þú sért góður eða lélegur. Það krefst af þér yfirburða en ekki siðgæðis.
Keep reading with a 7-day free trial
Subscribe to Snorri Másson ritstjóri to keep reading this post and get 7 days of free access to the full post archives.