Snorri Másson ritstjóri

Snorri Másson ritstjóri

Share this post

Snorri Másson ritstjóri
Snorri Másson ritstjóri
Vinsæll rappari kveðst munu skera annan á háls með rakvélablaði
Copy link
Facebook
Email
Notes
More

Vinsæll rappari kveðst munu skera annan á háls með rakvélablaði

Í rappi fáum við ómetanlega innsýn í veröld sem var – skýringar fundnar á siðferði

Snorri Másson's avatar
Snorri Másson
May 20, 2024
∙ Paid
6

Share this post

Snorri Másson ritstjóri
Snorri Másson ritstjóri
Vinsæll rappari kveðst munu skera annan á háls með rakvélablaði
Copy link
Facebook
Email
Notes
More
Share
Upgrade to paid to play voiceover
Snorri Sturluson eins og Haukur Stefánsson listmálari sá hann fyrir sér. Veginn 1241, sem þótti ásættanlegt úrræði á þeim tíma. Mynd tengist efni óbeint.

Lagið The Heart Part 6 eftir Drake er hreint ótrúleg hlustun – rúmlega fimm mínútna vörn rapparans gegn ásökunum um að hafa átt í kynferðislegum samskiptum við stúlkur undir lögaldri. Ásakanirnar koma ekki frá stúlkunum, heldur erkióvini Drake í yfirstandandi rappdeilu, Kendrick Lamar.

Svívirðingarnar sem þeir hafa viðhaft hvor um annan í disslögum á síðustu vikum eru djúpar og alvarlegar. Drake dregur skiljanlega línu í sandinn við þessar sem tengjast stúlkum undir lögaldri.

Að öðru leyti: Framhjáhald, rangt feðruð börn, morð, svik, ofbeldi, vopnaburður, eiturlyfjasala, skipulögð glæpastarfsemi liggur við og annað í þeim dúr svífur yfir vötnum, rétt eins og svo sem í öðru meginstraumsrappi bandarísku.

Það er ekki nýtt að slíkur óskundi sé upphafinn en ekki fordæmdur í rappi, en ég tel það þó eina merkustu þversögn okkar tíma að það siðferði sem birtist okkur í einni vinsælustu listgrein okkar tíma sé svo andstætt meginstraumsviðmiðum siðaðs samfélags.

Höfðingi eða þræll

Friedrich Nietzsche skipti siðferði í höfðingjasiðferði og þrælasiðferði.

Höfðingjasiðferðið spyr ekki hvort þú sért góður eða vondur, heldur hvort þú sért góður eða lélegur. Það krefst af þér yfirburða en ekki siðgæðis.

Keep reading with a 7-day free trial

Subscribe to Snorri Másson ritstjóri to keep reading this post and get 7 days of free access to the full post archives.

Already a paid subscriber? Sign in
© 2025 Snorri Másson
Privacy ∙ Terms ∙ Collection notice
Start writingGet the app
Substack is the home for great culture

Share

Copy link
Facebook
Email
Notes
More