Blaðamennska á breyttum tímum
Snorri Másson ritstjóri er nýr fréttamiðill sem reiðir sig á áskriftir lesenda. Efnið hér er vandað og það fer mikil vinna í að búa það til. Ég er í fullu starfi! Afurðin er slík, að við teljum að þú hafir ríka ástæðu til þess að leyfa þér smá vandaða blaðamennsku.
Síðan er hitt, að ef þú vilt að við björgum heiminum (erum að byrja á að bjarga landinu) þá er það þín samfélagsábyrgð að gerast áskrifandi. Vertu fegin(n) að þurfa ekki að gera meira.
Góð leið til að fá allt góða efnið
er að fá það beint í tölvupósti og þá geturðu fengið tilkynningar beint í símann. Þetta er hæfilegt flæði, nokkrar mikilvægar sendingar í viku, og þá ertu með á nótunum um allt það helsta sem gerist í íslensku samfélagi.
Fréttir vikunnar með Snorra Mássyni ritstjóra
Ég held úti vikulegu hlaðvarpi sem kemur út á hverjum föstudegi, þar sem ég fer skipulega yfir mikilvægustu fréttir vikunnar. Það er aðgengilegt á öllum hlaðvarpsveitum og öllum hugsanlegum miðlum.