16 Comments

Kristján Árnason fyrrverandi formaður Íslenkrar málnefndar taldi árið 2001 að málstýring „í víðum skilningi“ yrði eitt af mikilvægustu viðfangsefnum íslenskra stjórnmála á næstu áratugum. Þetta er að rætast, en eins og ritstjórinn bendir á er stefnumótun stjórnvalda ekki upp á marga fiska enn sem komið er.

Expand full comment

Aukið fjármagn til íslenskrar menningar og skólakerfis væri vissulega gott mál. En átak er ekki nóg: við þurfum löggjöf líka: t.d að allar merkingar og texti þurfi að vera á íslensku fyrst og þá með þrefalt stærra letri. Erlenda letrið ætti síðan helst vera nógu smátt til að æra óstöðugan.

Í Quebec gilda svipaðar reglur til að vernda frönsku, meira segja um krítuð skilti á kaffihúsum, og þar fer sérsveit manna um og beitir sektum gegn hverjum þeim sem vogar sér að vega að frönsku. Eigum við Íslendingar að vera minni menn en hinrir fransk-kanadísku?

Síðan ætti einfaldlega bara að banna fyrirtækjum að bera erlend heiti.

Expand full comment

"Slíkar upphrópanir um rasisma eru til þess fallnar að hræða úr venjulegu fólki líftóruna og kæfa nauðsynlega umræðu um áþreifanlegar breytingar sem hér hafa orðið. Eitruð jákvæðni lætur vandamálin ekki hverfa."

Og fólk sem segir nákvæmlega þessa hluti er ekki tilbúið að eiga raunverulegt samtal um rasisma.

Ritstjórinn er bara alveg eins huglægur og aðrir miðlar

Expand full comment

Hvað er raunverulegt samtal um rasisma?

Expand full comment

Samtal sem inniheldur upplifanir fólks sem verður fyrir rasisma, ekki fórnarlambsvæðing þeirra sem "vilja bara málfrelsi". Spurningin er hvort þú beinir sjónum þínum að þeim sem eru ásakaðir um rasisma eða þeim sem raunverulega verða fyrir honum.

Þrátt fyrir að samfélagið hefur breyst og allt það er enn í dag fólk á Íslandi sem fær á sig hótanir og niðurrif einungis vegna hörundslitar þeirra. Er það fólk bara ekki til af því að við hin höfum staðið okkur svo vel?

Expand full comment

Hvað myndir þú segja væru dæmi um hótanir og niðurrif á Íslandi vegna hörundslitar?

" Er það fólk bara ekki til af því að við hin höfum staðið okkur svo vel?" Hvað áttu við?

Expand full comment

Ég er ekki dökk á hörund og hef því sjálf ekkert um það að segja. Hinsvegar er ég af erlendum uppruna, með erlent eftirnafn og með tvöfaldan ríkisborgararétt. Þú þarft ekki að leita lengi til að finna fólk sem talar um að útlendingar séu að skemma landið, skemma tunguna og menga menninguna. Bara í morgun var ég að lesa þráð þar sem rammíslenskur maður segir n***a vera réttdræpa. Ef þú talar við hvaða manneskju sem er sem annað hvort talar ekki góða íslensku eða lítur ekki út eins og meðalíslendingurinn muntu heyra sögur um mismunun í umsóknarferlum, þú munt heyra um afskiptaleysi yfirvalda, þú munt heyra af útskúfun og skort á tengslum. Þú munt líka heyra af því að íslendingar eru alræmdir fyrir það að skamma fólk sem kann ekki málið en neita svo að kenna þeim málið og leyfa þeim að æfa sig.

Vitna hér aftur í ritstjórann: "Slíkar upphrópanir um rasisma eru til þess fallnar að hræða úr venjulegu fólki líftóruna og kæfa nauðsynlega umræðu um áþreifanlegar breytingar sem hér hafa orðið." Hér er hann að segja að honum finnst umræða um rasisma draga úr umræðu um "áþreifanlegar breytingar". Ég túlka þetta sem "áþreifanlegar breytingar gegn rasisma" en kannski er það mistúlkun í mér og hann er að meina áþreifanlegar breytingar á íslensku samfélagi sem myndu kalla á meiri útlendingaandúð? Svo má líka spyrja sig hvað sé svona hræðilegt við að segja að eitthvað sé rasískt sem er það? Erum við ekki öll hér á þessari jörð til þess að læra, til þess að víkka okkar skilning á heiminum og til þess að sýna sammanneskjum okkar umburðarlyndi og hlýju?

Ég byrjaði að fylgja Ritstjóranum af því að ég var orðin þreytt á því að sjá hlutlægan sannleik í hefðbundum fréttaflutning. Af því að blaðamenn spyrja ekki erfiðra spurninga og af því að öllum virðist sama um upplifun fólks sem er verið að fjalla um. Er ástandið í Venesúela betra núna? Sendum alla til baka. Skítt með þeirra upplifun, skítt með þeirra líf sem þau eru búin að byggja hér, skítt með fjölskyldur og skítt með tengslin þeirra. Pólítískur sannleikur er bara hluti af stóru myndinni. Hvenær fáum við loksins blaðamann sem sýnir allan sannleikann en ekki bara hluta af honum?

Expand full comment

Við þurfum að leyfa Ritstjóranum að útskýra hvað hann á við nákvæmlega við þegar hann segir "áþreifanlegar breytingar" en ég skildi það þannig að hann væri að tala um aukinn fjölda erlendra íbua á Íslandi með tilheyrandi vandamálum fyrir tungumálið og að það hjálpaði ekki aað umræða um þessi vandamál væri oft uthrópuð sem rasismi eða útlendingaandúð.

Reyndar væri líka áhugavert að heyra hvað nákvæmlega Ritsjórinn leggur til að gera. Það er eitt að benda á vandamál, annað að leggja fram lausnir.

Expand full comment

Já, kannski rétt hjá þér. Ég sé þetta öðruvísi.

Ég sé ekki hvernig aðkomufólk hefur nokkuð að gera með tungumálið okkar. Þau vilja læra og það er upp á okkur komið að kenna þeim í staðinn fyrir að hoppa beint yfir í enskuna. Það er ekki útlendingum að kenna að íslenskan er að grotna, það er afleiðing þess að vera ekki með döbbað sjónvarpsefni ;) Ég á barn sem er bara mjög flinkt í ensku og þarf sjálf að díla við stöðugar slettur á mínu heimili. Það er samt ekki útlendingum að kenna, það er af því að allt afþreyingarefni sem krakkar hafa gaman af er á ensku. Það er kannski best fyrir íslenskuna að banna bara internetið.

Öllu gríni sleppt þá er þetta svona pearl clutching hræðsluáróður að bendla innflytjendum við versnandi íslenskukunnáttu ungmenna. Það er ekkert mál að efla bara íslenskukennsluna og eins og einhver benti á gera kröfu um að íslensk skilti séu framan þessum ensku.

Expand full comment

Mér finnst eiginlega skemmtilegast við síðustu myndina – með íslensku spakmælunum – að leturgerðin sem hönnuður hefur notast við fyrir íslensku „tilvitnunina“ býður greinilega ekki upp á útgáfu af íslenska stafnum Ö. Kórónar það ekki klúðrið?

Expand full comment
Oct 17, 2023·edited Oct 17, 2023

„Böns of monní!" sagði Megas — spurður hvað það þýddi fyrir hann að taka við verðlaunum Jónasar Hallgrímssonar á degi íslenskrar tungu árið 2000. Hvað stöðu íslenskunnar á tímum kapítalísks raunsæis varðar (eða kannski frekar: stöðu íslenskanna? — þær eru jú augljóslega fleiri en ein og fleiri en tvær og þrjár og...) er það fyrst og fremst að segja, á houellebecqísku, að: monní rúls!

Expand full comment

Ætli Megas tali líka ensku þegar hann nauðgar?

Expand full comment

Eða sigurrósíska vonlensku?

Expand full comment